RÚV ohf!

Þetta þykir mér sorgardagur í sögu lýðræðis og mannréttinda á Íslandi. Það að setja vald á einn aðila, útvalinn aðila þar að auki, og að skattleggja lægstu stéttir fyrir þessu sem og að hunsa tilmæli sem borist hafa, þetta var ógeðslegasti þingfundur sem ég hef orðið vitni að. Það er orðið sannað í dag sem lengi hefur verið sagt, valdið er spillt og velferð fólksins í landinu skiptir engu máli. Hvað gerist næst? Því getum við ekki svarað núna, en ljóst er að það þarf að fella þessa stjórn og leiðrétta þetta stórhneyksli sem skapað hefur verið. Ég skora á þjóðina að láta ekki bjóða sér mykjuslettur í andlitið og fella þetta frumvarp í kosningunum í vor, það er eini möguleikinn sem eftir er. Hvatningar og baráttukveðjur til þeirra sem þurfa að gjalda fyrir "nefskattinn"!

Halldór Fannar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Ertu til í að útskýra fyrir mér muninn á afnotagjöldum sem allir borga og nefskatti sem allir borga.  

Er þetta ekki svipað og þegar félagshyggjufólk vill að "allir" þar með talið fátækir vilja borga framhaldsmenntun þeirra sem vilja.  

Sjensinn Bensinn, 23.1.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

ef þessi nefskattur væri jafn á alla, að hvert heimil borgaði x upphæð óháð öllu, þá mætti frekar skoða þau mál, en að þeir ríkari borgi minna er nú dæmi um hinn kalda kapítalisma uppá sitt versta, óviðunnandi. Eitt hjá þér fæ ég ekki skilið, ég er ekki ríkur maður, og ekki hámenntaður, en ég væri vel til í að borga úr velferðarkerfinu okkar til að gefa öllum góðum metnaðarfullum unglingum þann möguleika að læra það sem þeir vilja. Í dag er það nefnilega svoleiðis að börn úr ríkari fjölskyldum eiga léttara með að mennta sig til fulls en önnur sökum fjárhagslegs öryggis, og oft á tíðum þurfa börn sem eru jafnvel meira efni að stökkva út í verkamannslífið þar sem foreldrar geta ekki framfært þeim eftir 18 ára afmælisdag. Þrátt fyrir barnabætur til 20 ára aldurs, þá er það ekkert sem dugar til. Þetta þekki ég vel af eigin raun, ég kem úr þessari stöðu sjálfur. Það er almennt til hagsbóta fyrir þjóðina að veita jöfn menntatækifæri til allra óháð stéttarbakgrunni, en sumir vilja festa þjóðfélagsstéttir með því að skerða göngu annara til stórafreka, því þeir gætu þá snúið blaðinu við og fellt hina um stétt, sem kapítalistinn er ekki hrifinn af. Ég get skilið kapítalista að vilja tróna óhulltir á toppinum og ekki þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni, en ég er bara ekki sammála þeirri hugsjón, ég vil að þjóðin í heild geti hagnast, en ekki útvaldir "öðlingar", og ég skil ekki hvernig þú getur borið saman svona dæmi sem er þjóðinni í heild til góðs við skattlagningu sem er einungis litlum minnihluta til góðs... ekki nema þú sért stuðningsmaður þeirrar hugsjónar að sumir séu fæddir til að tróna á toppinum, en aðrir til að vera úti á götu. Norðmenn eru ein sú allra ríkasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu, og þeir greiða fyrir sína, og styrkja þá á námstímanum, enda eru langflestir þar menntaðir sem það vildu, þetta getum við gert líka, og þá fyrst verðum við í stakk búin til að íhuga það að flytja inn erlent verkafólk, ekki fyrr! Ef þetta yrði dýr rekstur, þá er bara að takmarka fjöldann og halda inntökupróf. Ég veit að mörgum finnst það slæmt gagnhvart fólki með námsörðugleika, en þeim yrðum við klárlega að vinna í áður, þetta er allt hugmyndafræði, sem endurspeglar réttlæti til fulls, en þarf að fá sitt tækifæri og reynslu, ekki dæma eitthvað sem við höfum ekki látið reyna á! Ég þakka þér engu að síður fyrir athugasemdina og vonast til að þú verðir með hér áfram.

Halldór Fannar Kristjánsson, 23.1.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt Halldór að greiðslurnar verða miserfiðar og því ekkert réttlæti í þessu.  Skv. fréttum dagsins er RÚV að verða mjög skuldsett og því þarf að passa upp á að ná sem mestum peningum úr neðri tekjustigum samfélagsins.

Ég skil alls ekki hvers vegna fólk sem greiðir bara fjármagnstekjuskatt sleppur. Hvað yfirsjón var það eiginlega?

Haukur Nikulásson, 23.1.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

Þetta var, skal ég þér segja, örugglega hið nýja lýðræðislega mannréttindakerfi 21. aldarinnar. Það er orðið spurning um siðferðið í þessu, mér lýst engann veginn á þetta og harma þessar aðgerðir fyrir hönd fólks í mínum stéttum, ég hef heyrt mikið ósætti nú þegar, og að sjálfsögðu minnt á Flokkinn.

Halldór Fannar Kristjánsson, 24.1.2007 kl. 02:12

5 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Ertu samt til í að svara spurningu minni, Hver er munur á skatti sem allir borga og skatti sem allir borga.  Hvaða nafni sem hann nú kallast.  Er ekki rétt hjá mér að með nefskattinum er verið að leggja sömu upphæð á alla, en með afnotagjöldunum er verið að leggja sömu upphæð á öll útvarpstæki.  

 Ekki segja mér að þú haldir að allri öryrkjar, stúdentar og fátækir á íslandi eigi ekki sjónvarp. 

Sjensinn Bensinn, 26.1.2007 kl. 21:24

6 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Ertu samt til í að svara spurningu minni, Hver er munur á skatti sem allir borga og skatti sem allir borga.  Hvaða nafni sem hann nú kallast.  Er ekki rétt hjá mér að með nefskattinum er verið að leggja sömu upphæð á alla, en með afnotagjöldunum er verið að leggja sömu upphæð á öll útvarpstæki.  

 Ekki segja mér að þú haldir að allri öryrkjar, stúdentar og fátækir á íslandi eigi ekki sjónvarp. 

Sjensinn Bensinn, 26.1.2007 kl. 21:24

7 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

ég myndi helst vilja sjá afnotagjöld á ríkisútvarpinu afnumin eða gera það að valkosti, semsagt að fólk geti valið um áskrift eða ekki. Annars er það ekki beint skattlagning yfir höfuð sem mér lýst ekki á, heldur hvernig að henni er staðið. Það að hún lækki með hækkandi tekjum eða öðru tekjuformi er ekki jafnréttislegt, og þar að leiðandi get ég ekki stutt það, en mér finnst heldur ekki rétt að setja afnotagjöld á hvert einasta tæki sem til er, það á bara að gera RÚV að afnotavalkosti eða afnema þennan sérstaka tekjulið og tengja þetta inní hið almenna staðgreiðslu skattakerfi. Mér er sama hvaða rök þú vilt færa, ég mun ekki leggja blessun mína á þennan nefskatt!

Halldór Fannar Kristjánsson, 26.1.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband