Íslenski ránskapítalimsminn

Ég var að lesa grein og athugasemdir við henni á Vísi, það er nokkuð til í þessu sem sagt er að íslenskur kapítalismi byggi meira á tilfærslum á fé ("political entrepreneurs"/"ránskapítalistar") heldur en sköpun og öflun fés ("market entrepreneurs"/"markaðskapítalistar"). Þarna má sjá áhugaverð rök sem sorglega en satt eru staðreynd í þessu þjóðfélagi, greininni fylgir litrík og skemmtileg umræða, dæmi nú hver fyrir sig:

 http://www.visir.is/article/20070123/SKODANIR02/70123054 

 ein spurning til ykkar sem skoðið þetta og sjáið svipaða sýn: Er það svona sem við viljum hafa þetta? Þau svör vil ég gjarnan sjá.


RÚV ohf!

Þetta þykir mér sorgardagur í sögu lýðræðis og mannréttinda á Íslandi. Það að setja vald á einn aðila, útvalinn aðila þar að auki, og að skattleggja lægstu stéttir fyrir þessu sem og að hunsa tilmæli sem borist hafa, þetta var ógeðslegasti þingfundur sem ég hef orðið vitni að. Það er orðið sannað í dag sem lengi hefur verið sagt, valdið er spillt og velferð fólksins í landinu skiptir engu máli. Hvað gerist næst? Því getum við ekki svarað núna, en ljóst er að það þarf að fella þessa stjórn og leiðrétta þetta stórhneyksli sem skapað hefur verið. Ég skora á þjóðina að láta ekki bjóða sér mykjuslettur í andlitið og fella þetta frumvarp í kosningunum í vor, það er eini möguleikinn sem eftir er. Hvatningar og baráttukveðjur til þeirra sem þurfa að gjalda fyrir "nefskattinn"!

Halldór Fannar


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband